Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. maí 2022 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: HK lagði KV - Þægilegur heimasigur hjá Grindavík
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvö
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteinsson skoraði fyrir HK úr laglegri aukaspyrnu
Ásgeir Marteinsson skoraði fyrir HK úr laglegri aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld en HK lagði KV, 3-1, á Auto Park á meðan Grindavík vann Þrótt V. nokkuð örugglega, 3-0.

HK-ingar skoruðu tvö mörk á fyrstu ellefu mínútu leiksins en Ásgeir Marteinsson gerði fyrsta markið á 9. mínútu eftir glæsilega aukaspyrnu áður en Hassan Jalloh gerði annað mark tveimur mínútum síðar. Ómar Castaldo Einarsson, markvörður KV, ætlaði út í boltann, en misreiknaði sig og datt boltinn fyrir Hassan sem skoraði.

Bæði lið áttu sín færi í þessum leik. KV kom ferskt inn í síðari hálfleikinn og náðu aðeins að ógna marki en boltinn vildi ekki inn.

Undir lok leiks minnkaði Patryk Hryniewicki muninn fyrir KV eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum eftir aukaspyrnu en Bjarni Páll Linnet Runólfsson svaraði með marki fyrir HK stuttu síðar og gerði út um leikinn. Fyrstu stig HK í sumar en KV hefur tapað báðum leikjum sínum.

Þriggja marka sigur í Grindavík

Grindavík vann Þrótt V, 3-0. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki mikið fyrir augað en eina markið skoraði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson undir lok fyrri hálfleiksins eftir sendingu frá Kairo Edwards-John.

Kairo skoraði svo annað markið eftir frábært einstaklingsframtak en hann keyrði framhjá einum varnarmanni Grindvíkinga áður en hann setti boltann framhjá Rafal Stefáni Daníelssyni í markinu.

Heimamenn gátu bætt við þriðja markinu er Kairo komst einn gegn Rafal. Hann ætlaði að reyna að fara framhjá honum en það tókst ekki nógu vel þannig hann lagði boltann fyrir markið en þar var enginn til að taka á móti honum og rann það færi út í sandinn.

Dagur Ingi gulltryggði sigur Grindavíkinga undir lok leiks. Hann stal boltanum af Andra Má Hermannssyni og skoraði örugglega og lokatölur 3-0. Grindavík með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en Þróttur í neðsta sæti og án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 3 - 0 Þróttur V.
1-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('45 )
2-0 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('64 )
3-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('90 )
Lestu um leikinn

KV 1 - 3 HK
0-1 Ásgeir Marteinsson ('9 )
0-2 Hassan Jalloh ('11 )
1-2 Patryk Hryniewicki ('90 )
1-3 Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner