Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 12. maí 2022 22:42
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einfaldasta útgáfan er náttúrulega að fá ekki á sig tvö mörk og byrja leikinn með bakið upp við vegg," sagði Sigurvin Ólafs, þjálfari KV um hvað þyrfti að bæta í leik sinna manna eftir 1-3 tap á móti HK á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik, þetta er eiginlega bara nákvæmlega eins," bætti Sigurvin við. 

Sigurvin er á því að þeir geti og þurfi að bæta sinn leik. 

Já augljóslega. Við hljótum að geta gert þetta bara aðeins betur, það er augljóst bara á úrslitunum í leiknum og þeir fengu alveg færi til að skora jafnvel meira á þeirra besta kafla í fyrri hálfleik. Við fórum ágætlega yfir það í hálfleik að, rífa okkur aðeins upp, hrista af okkur slenið, vera aðeins stærri og gera okkur gildari," sagði Sigurvin.

Um leikstíl sinna mann og hvort þeir ætli eitthvað að breyta um leikplan sagði Sigurvin að svo væri ekki.

Nei, nei maður þarf auðvitað að vera raunsær og sjá bara hvað er hægt. Það er ekkert mál að segjast ætla spila þríhyrninga út um allan völl en að gera það er svo erfiðara. Sérstaklega á móti þessum sterku andstæðingum sem eru í þessari deild. Ég tala nú ekki um í þessum fyrstu tveimur umferðum, en alltaf koma kaflar þar sem við náum að láta okkar spilamennsku skýna. Náum því á stórum köflum í síðasta leik og í dag líka. Þannig að við náum að búa til leik í hálfa mínútu eitthvað svoleiðis í kvöld," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner