Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 12. maí 2022 22:42
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einfaldasta útgáfan er náttúrulega að fá ekki á sig tvö mörk og byrja leikinn með bakið upp við vegg," sagði Sigurvin Ólafs, þjálfari KV um hvað þyrfti að bæta í leik sinna manna eftir 1-3 tap á móti HK á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik, þetta er eiginlega bara nákvæmlega eins," bætti Sigurvin við. 

Sigurvin er á því að þeir geti og þurfi að bæta sinn leik. 

Já augljóslega. Við hljótum að geta gert þetta bara aðeins betur, það er augljóst bara á úrslitunum í leiknum og þeir fengu alveg færi til að skora jafnvel meira á þeirra besta kafla í fyrri hálfleik. Við fórum ágætlega yfir það í hálfleik að, rífa okkur aðeins upp, hrista af okkur slenið, vera aðeins stærri og gera okkur gildari," sagði Sigurvin.

Um leikstíl sinna mann og hvort þeir ætli eitthvað að breyta um leikplan sagði Sigurvin að svo væri ekki.

Nei, nei maður þarf auðvitað að vera raunsær og sjá bara hvað er hægt. Það er ekkert mál að segjast ætla spila þríhyrninga út um allan völl en að gera það er svo erfiðara. Sérstaklega á móti þessum sterku andstæðingum sem eru í þessari deild. Ég tala nú ekki um í þessum fyrstu tveimur umferðum, en alltaf koma kaflar þar sem við náum að láta okkar spilamennsku skýna. Náum því á stórum köflum í síðasta leik og í dag líka. Þannig að við náum að búa til leik í hálfa mínútu eitthvað svoleiðis í kvöld," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner
banner