Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 12. maí 2022 22:42
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einfaldasta útgáfan er náttúrulega að fá ekki á sig tvö mörk og byrja leikinn með bakið upp við vegg," sagði Sigurvin Ólafs, þjálfari KV um hvað þyrfti að bæta í leik sinna manna eftir 1-3 tap á móti HK á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik, þetta er eiginlega bara nákvæmlega eins," bætti Sigurvin við. 

Sigurvin er á því að þeir geti og þurfi að bæta sinn leik. 

Já augljóslega. Við hljótum að geta gert þetta bara aðeins betur, það er augljóst bara á úrslitunum í leiknum og þeir fengu alveg færi til að skora jafnvel meira á þeirra besta kafla í fyrri hálfleik. Við fórum ágætlega yfir það í hálfleik að, rífa okkur aðeins upp, hrista af okkur slenið, vera aðeins stærri og gera okkur gildari," sagði Sigurvin.

Um leikstíl sinna mann og hvort þeir ætli eitthvað að breyta um leikplan sagði Sigurvin að svo væri ekki.

Nei, nei maður þarf auðvitað að vera raunsær og sjá bara hvað er hægt. Það er ekkert mál að segjast ætla spila þríhyrninga út um allan völl en að gera það er svo erfiðara. Sérstaklega á móti þessum sterku andstæðingum sem eru í þessari deild. Ég tala nú ekki um í þessum fyrstu tveimur umferðum, en alltaf koma kaflar þar sem við náum að láta okkar spilamennsku skýna. Náum því á stórum köflum í síðasta leik og í dag líka. Þannig að við náum að búa til leik í hálfa mínútu eitthvað svoleiðis í kvöld," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner