Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney vorkennir Quansah - „Southgate hefði átt að senda alla heim"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli að þeir James Trafford og Jarrel Quansah voru í leikmannahópi Englands gegn Íslandi síðasta föstudagskvöld. Þeir voru það þrátt fyrir að vera ekki í 26 manna hópi Englands fyrir EM. Deginum áður hafði Southgate tilkynnt lokavalið á hópnum sínum og sátu sjö eftir með sárt ennið.

Þeir Trafford og Quansah voru til taks ef liðið þyrfti á þeim að halda í leiknum gegn Íslandi. Mögulega er Quansah, sem er miðvörður Liverpool, næsti maður inn í hópinn ef varnarmaður dettur út.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Wayne Rooney, sem er næstleikjahæsti landsliðsmaður Englands í sögunni, tjáði sig um Quansah í The Overlap. Hann var ekki hrifinn af því hvernig Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, tæklaði hlutina.

„Þess vegna held ég að Gareth hefði átt að senda þá alla heim (eftir að segja þeim að þeir yrðu ekki með)," sagði Rooney.

„Hann hélt Quansah í hópnum og ég fylgdist með honum eftir leikinn. Ég sá alla leikmenn labba um völlinn eftir leikinn. En um leið og lokaflautið kom þá fór Quansah inn í klefa. Ég vorkenndi honum. Hann var örugglega aleinn inni í klefa."

„Ég held að Gareth hefði átt að segja við hann að fara heim. Segja honum að hann ætti að vera klár ef það kæmu upp meiðsli. Ef þú færð ekki símtal eftir leikinn þá getur þú farið í frí,"
sagði Rooney.

Quansah er 21 árs og stimplaði sig í lið Liverpool í vetur. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner