Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það sem ég vil í sexu, hún er nákvæmlega það"
Heiða Ragney Viðarsdóttir.
Heiða Ragney Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það sem ég vil í sexu (djúpum miðjumanni), hún er nákvæmlega það," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, í gær þegar hann var spurður út í Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur.

Heiða Ragney er miðjumaður sem gekk í raðir Breiðabliks eftir að hafa gert það gott hjá Stjörnunni síðustu árin.

Hún hefur verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks það sem af er og ein af stærstu ástæðunum fyrir því að liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að hún hafi verið besti leikmaður Bestu deildarinnar til þessa.

„Hún getur brotið upp spilið hjá andstæðingnum sem er aðalhlutverkið hennar að mínu mati. Hún er líka góð á boltanum. Hún hefur verið frábær og ein af mikilvægustu nýju leikmönnunum okkar," sagði Nik.

„Það er ekki auðvelt að vera í grunni tígulsins í kerfinu sem við spilum en hún hefur vaxið mjög vel inn í það. Það var rétt hjá Jóhanni (þjálfari Þórs/KA) að hún var besti leikmaðurinn síðasta laugardag. Hún hefur verið einn okkar besti leikmaður og mikilvæg í þessum góða árangri."

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í Bestu deildinni til þessa og liðið er einnig komið í undanúrslitin í bikarnum þar sem Þór/KA verður andstæðingurinn.
Athugasemdir
banner
banner