Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 12. júlí 2020 19:05
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Menn þurftu virkilega að hlaupa
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflvíkingar unnu mikin varnarsigur á Þór þegar Akureyrarliðið var í heimsókn á Nettóvellinum í dag en lokatölur urðu 2-1 fyrir Keflavík.
Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru komnir í 2-0 eftir 28 mínútur, skömmu síðar fékk Frans Elvarsson að líta sitt annað gula og þar með rautt. Þórsarar minnkuðu munin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og á 82. mínútu fékk Kian Williams sitt annað gula spjald og rautt fyrir vikið. Þór tókst ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og sigur Keflavíkur því staðreynd. Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfurum Keflavíkur ræddi við fréttaritara eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

„Menn þurftu virkilega að hlaupa og við veltum fyrir okkur þegar menn gáfu allt í þetta hvort við ættum að skipta en okkur fannst vera góð tenging í liðinu og vildum ekki setja of marga kalda inn í þessar aðstæður og við erum mjög stoltir af liðinu hvernig þeir kláruðu sitt fag í dag þótt það hafi oft staðið naumt.“
Sagði Eysteinn um vinnusemi og dugnað síns liðs sem öðru fremur skóp þennan sigur þeirra í dag.

Það má alveg segja að lukkan hafi verið með Keflavík í liði í dag en jafnframt má halda því fram að menn skapi sína eigin lukku i knattspyrnu með vinnusemi og baráttu.

„Já ég er sammála því og ég held að við höfum ekki átt síðri færi eftir að við urðum manni færri taldi það ekkert nákvæmlega en við fengum frábær færi rétt fyrir framan markið allavega tvisvar þannig að ég tel að þetta hafi bara verið sanngjarn sigur.“

Frans Elvarsson og Kian Williams sneru aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Báðir þessir leikmenn eru Keflavík mikilvægir en Keflavík verður án þeirra í næstu umferð þar sem báðir fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Um rauðu spjöldin sagði Eysteinn

„Þeir eiga að gera betur klárlega. Ég held að ég láti þau orð bara duga.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner