Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 12. júlí 2020 19:05
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Menn þurftu virkilega að hlaupa
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflvíkingar unnu mikin varnarsigur á Þór þegar Akureyrarliðið var í heimsókn á Nettóvellinum í dag en lokatölur urðu 2-1 fyrir Keflavík.
Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru komnir í 2-0 eftir 28 mínútur, skömmu síðar fékk Frans Elvarsson að líta sitt annað gula og þar með rautt. Þórsarar minnkuðu munin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og á 82. mínútu fékk Kian Williams sitt annað gula spjald og rautt fyrir vikið. Þór tókst ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og sigur Keflavíkur því staðreynd. Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfurum Keflavíkur ræddi við fréttaritara eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

„Menn þurftu virkilega að hlaupa og við veltum fyrir okkur þegar menn gáfu allt í þetta hvort við ættum að skipta en okkur fannst vera góð tenging í liðinu og vildum ekki setja of marga kalda inn í þessar aðstæður og við erum mjög stoltir af liðinu hvernig þeir kláruðu sitt fag í dag þótt það hafi oft staðið naumt.“
Sagði Eysteinn um vinnusemi og dugnað síns liðs sem öðru fremur skóp þennan sigur þeirra í dag.

Það má alveg segja að lukkan hafi verið með Keflavík í liði í dag en jafnframt má halda því fram að menn skapi sína eigin lukku i knattspyrnu með vinnusemi og baráttu.

„Já ég er sammála því og ég held að við höfum ekki átt síðri færi eftir að við urðum manni færri taldi það ekkert nákvæmlega en við fengum frábær færi rétt fyrir framan markið allavega tvisvar þannig að ég tel að þetta hafi bara verið sanngjarn sigur.“

Frans Elvarsson og Kian Williams sneru aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Báðir þessir leikmenn eru Keflavík mikilvægir en Keflavík verður án þeirra í næstu umferð þar sem báðir fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Um rauðu spjöldin sagði Eysteinn

„Þeir eiga að gera betur klárlega. Ég held að ég láti þau orð bara duga.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner