Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. júlí 2020 19:05
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Menn þurftu virkilega að hlaupa
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflvíkingar unnu mikin varnarsigur á Þór þegar Akureyrarliðið var í heimsókn á Nettóvellinum í dag en lokatölur urðu 2-1 fyrir Keflavík.
Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru komnir í 2-0 eftir 28 mínútur, skömmu síðar fékk Frans Elvarsson að líta sitt annað gula og þar með rautt. Þórsarar minnkuðu munin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og á 82. mínútu fékk Kian Williams sitt annað gula spjald og rautt fyrir vikið. Þór tókst ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og sigur Keflavíkur því staðreynd. Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfurum Keflavíkur ræddi við fréttaritara eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

„Menn þurftu virkilega að hlaupa og við veltum fyrir okkur þegar menn gáfu allt í þetta hvort við ættum að skipta en okkur fannst vera góð tenging í liðinu og vildum ekki setja of marga kalda inn í þessar aðstæður og við erum mjög stoltir af liðinu hvernig þeir kláruðu sitt fag í dag þótt það hafi oft staðið naumt.“
Sagði Eysteinn um vinnusemi og dugnað síns liðs sem öðru fremur skóp þennan sigur þeirra í dag.

Það má alveg segja að lukkan hafi verið með Keflavík í liði í dag en jafnframt má halda því fram að menn skapi sína eigin lukku i knattspyrnu með vinnusemi og baráttu.

„Já ég er sammála því og ég held að við höfum ekki átt síðri færi eftir að við urðum manni færri taldi það ekkert nákvæmlega en við fengum frábær færi rétt fyrir framan markið allavega tvisvar þannig að ég tel að þetta hafi bara verið sanngjarn sigur.“

Frans Elvarsson og Kian Williams sneru aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Báðir þessir leikmenn eru Keflavík mikilvægir en Keflavík verður án þeirra í næstu umferð þar sem báðir fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Um rauðu spjöldin sagði Eysteinn

„Þeir eiga að gera betur klárlega. Ég held að ég láti þau orð bara duga.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner