Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. júlí 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðráðnir í að kveðja Hákon með sigri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er haldinn á vit ævintýranna. Hann er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Gróttu, í bili.

„Við vorum staðráðnir í því að kveðja Hákon sem var að spila sinn síðasta leik í sumar með sigri. Það hafðist og hann fer út til Svíþjóðar fullur sjálfstrausts eftir að hafa haldið hreinu," sagði Björn Axel Guðjónsson, leikmaður Gróttu, við Fótbolta.net en hann var leikmaður 11. umferðarinnar í Lengjudeildinni.

Hákon, sem er einn efnilegasti markvörður landsins, er á leið í atvinnumennsku - til Elfsborg í Svíþjóð.

„Mér líst bara mjög vel á það, ég æfði með þeim í viku í nóvember og leist mjög vel á félagið sjálft og allt umhverfið," sagði Hákon í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Þetta er það sem ég hef viljað frá því ég byrjaði að æfa fótbolta," sagði Hákon jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner