„Með þeim stærstu. Bara sturlað að vinna Þýskaland og vinna þær bara frekar öruggt þannig ég get ekki kvartað." sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
„Við vorum með eitt markmið í dag og það var að komast á EM svo við þurftum ekki að pæla meira í þessum Pólska leik. Mér leið vel inn á, ég fann að þær voru frekar pirraðar strax og mér fannst við gera það hrikalega vel."
„Auðvitað vantaði mikið hjá þeim og þær komnar á EM en þessi sigur er hrikalega stór."
„Maður er búin að sjá á samfélagsmiðlum hjá þeim og svoleiðis að þær elska ekkert þennan vind og við ákváðum að nýta okkur það og bara geðveikt að sjá alla þessa sem mættu og VÁ hvað þetta var gaman."
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið þegar lítið var eftir að leiknum og var Karólín spurð hvernig henni hafi liðið með þetta allt
„Ég vildi bara að þeir myndu flauta þetta af, ég nennti eiginlega ekki meira. Þær eru það góðar að þær gætu skorað þrjú á 10 mínútum þannig við þurftum að halda focus."
Hvernig verður fagnað þessu í kvöld?
„Þið eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum, við erum búnar að vera syngja og dansa inn í klefa og það verður dansað fram á nótt"