Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 12. júlí 2024 19:52
Anton Freyr Jónsson
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Með þeim stærstu. Bara sturlað að vinna Þýskaland og vinna þær bara frekar öruggt þannig ég get ekki kvartað."
sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vorum með eitt markmið í dag og það var að komast á EM svo við þurftum ekki að pæla meira í þessum Pólska leik. Mér leið vel inn á, ég fann að þær voru frekar pirraðar strax og mér fannst við gera það hrikalega vel."

„Auðvitað vantaði mikið hjá þeim og þær komnar á EM en þessi sigur er hrikalega stór."

„Maður er búin að sjá á samfélagsmiðlum hjá þeim og svoleiðis að þær elska ekkert þennan vind og við ákváðum að nýta okkur það og bara geðveikt að sjá alla þessa sem mættu og VÁ hvað þetta var gaman."

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið þegar lítið var eftir að leiknum og var Karólín spurð hvernig henni hafi liðið með þetta allt

„Ég vildi bara að þeir myndu flauta þetta af, ég nennti eiginlega ekki meira. Þær eru það góðar að þær gætu skorað þrjú á 10 mínútum þannig við þurftum að halda focus."

Hvernig verður fagnað þessu í kvöld?

„Þið eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum, við erum búnar að vera syngja og dansa inn í klefa og það verður dansað fram á nótt"


Athugasemdir
banner