Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
banner
   fös 12. júlí 2024 19:52
Anton Freyr Jónsson
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Með þeim stærstu. Bara sturlað að vinna Þýskaland og vinna þær bara frekar öruggt þannig ég get ekki kvartað."
sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vorum með eitt markmið í dag og það var að komast á EM svo við þurftum ekki að pæla meira í þessum Pólska leik. Mér leið vel inn á, ég fann að þær voru frekar pirraðar strax og mér fannst við gera það hrikalega vel."

„Auðvitað vantaði mikið hjá þeim og þær komnar á EM en þessi sigur er hrikalega stór."

„Maður er búin að sjá á samfélagsmiðlum hjá þeim og svoleiðis að þær elska ekkert þennan vind og við ákváðum að nýta okkur það og bara geðveikt að sjá alla þessa sem mættu og VÁ hvað þetta var gaman."

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið þegar lítið var eftir að leiknum og var Karólín spurð hvernig henni hafi liðið með þetta allt

„Ég vildi bara að þeir myndu flauta þetta af, ég nennti eiginlega ekki meira. Þær eru það góðar að þær gætu skorað þrjú á 10 mínútum þannig við þurftum að halda focus."

Hvernig verður fagnað þessu í kvöld?

„Þið eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum, við erum búnar að vera syngja og dansa inn í klefa og það verður dansað fram á nótt"


Athugasemdir
banner
banner