Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   fös 12. júlí 2024 19:52
Anton Freyr Jónsson
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Með þeim stærstu. Bara sturlað að vinna Þýskaland og vinna þær bara frekar öruggt þannig ég get ekki kvartað."
sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vorum með eitt markmið í dag og það var að komast á EM svo við þurftum ekki að pæla meira í þessum Pólska leik. Mér leið vel inn á, ég fann að þær voru frekar pirraðar strax og mér fannst við gera það hrikalega vel."

„Auðvitað vantaði mikið hjá þeim og þær komnar á EM en þessi sigur er hrikalega stór."

„Maður er búin að sjá á samfélagsmiðlum hjá þeim og svoleiðis að þær elska ekkert þennan vind og við ákváðum að nýta okkur það og bara geðveikt að sjá alla þessa sem mættu og VÁ hvað þetta var gaman."

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið þegar lítið var eftir að leiknum og var Karólín spurð hvernig henni hafi liðið með þetta allt

„Ég vildi bara að þeir myndu flauta þetta af, ég nennti eiginlega ekki meira. Þær eru það góðar að þær gætu skorað þrjú á 10 mínútum þannig við þurftum að halda focus."

Hvernig verður fagnað þessu í kvöld?

„Þið eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum, við erum búnar að vera syngja og dansa inn í klefa og það verður dansað fram á nótt"


Athugasemdir
banner
banner
banner