Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. júlí 2024 19:52
Anton Freyr Jónsson
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Karólína og Sveindís fagna þriðja markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Með þeim stærstu. Bara sturlað að vinna Þýskaland og vinna þær bara frekar öruggt þannig ég get ekki kvartað."
sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vorum með eitt markmið í dag og það var að komast á EM svo við þurftum ekki að pæla meira í þessum Pólska leik. Mér leið vel inn á, ég fann að þær voru frekar pirraðar strax og mér fannst við gera það hrikalega vel."

„Auðvitað vantaði mikið hjá þeim og þær komnar á EM en þessi sigur er hrikalega stór."

„Maður er búin að sjá á samfélagsmiðlum hjá þeim og svoleiðis að þær elska ekkert þennan vind og við ákváðum að nýta okkur það og bara geðveikt að sjá alla þessa sem mættu og VÁ hvað þetta var gaman."

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið þegar lítið var eftir að leiknum og var Karólín spurð hvernig henni hafi liðið með þetta allt

„Ég vildi bara að þeir myndu flauta þetta af, ég nennti eiginlega ekki meira. Þær eru það góðar að þær gætu skorað þrjú á 10 mínútum þannig við þurftum að halda focus."

Hvernig verður fagnað þessu í kvöld?

„Þið eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum, við erum búnar að vera syngja og dansa inn í klefa og það verður dansað fram á nótt"


Athugasemdir
banner