
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV var svekktur eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í bikarúrslitum í kvöld.
Hann segir slæma byrjun hafa kostað leikinn að lokum en Breiðablik skoraði tvö mörk á fyrstu rúmum 20 mínútunum.
Hann segir slæma byrjun hafa kostað leikinn að lokum en Breiðablik skoraði tvö mörk á fyrstu rúmum 20 mínútunum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍBV
„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel, við fáum á okkur tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum og það var alltaf erfitt eftir það."
Bryndís Lára, markmaður ÍBV gerði sig seka um slæm mistök í fyrsta markinu en Jeffs vildi ekki gera of mikið úr því.
„Það gerðu allir mistök og við vinnum sem lið og töpum sem lið en þetta var skot sem Bryndís átti að verja og hún veit það sjálf."
Hann segir ungt lið sitt geta lært af þessum leik.
„Þetta var reynsla fyrir okkur, fyrir mig sem þjálfara og fyrir þá sem leikmenn, það hefur enginn spilað úrslitaleik áður," sagði Jeffs.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir