Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 12. ágúst 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Koopmeiners verður sá dýrasti í sögu ítalska boltans
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Teun Koopmeiners vill ólmur skipta yfir til Juventus í sumar eftir að stórveldið lagði fram 55 milljón evru tilboð á dögunum.

Atalanta virðist vera tilbúið til að samþykkja tilboðið en þá yrði Koopmeiners dýrasti miðjumaður sögunnar í Serie A. Ekkert ítalskt félag hefur áður greitt svo háa upphæð fyrir miðjumann.

Koopmeiners er 26 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi sínum við Atalanta.

Hann kom að 22 mörkum í 51 leik með Atalanta á síðustu leiktíð og er mikilvægur hlekkur í hollenska landsliðinu. Hann gat þó ekki tekið þátt á EM í sumar vegna vöðvameiðsla.

Juve er þegar búið að næla sér í Douglas Luiz og Khéphren Thuram í sumar. Miðja liðsins fyrir næstu leiktíð er orðin gríðarlega spennandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner