Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Forgangsatriðið sóknarmaður en það er ekkert í hendi"
Láki er í framherjaleit.
Láki er í framherjaleit.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Omar Sowe skoraði fjögur mörk í átta leikjum í deild og bikar snemma á tímabilinu en sleit svo krossband.
Omar Sowe skoraði fjögur mörk í átta leikjum í deild og bikar snemma á tímabilinu en sleit svo krossband.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á ekki von á öðru en að Oliver klári tímabilið með ÍBV.
Á ekki von á öðru en að Oliver klári tímabilið með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stutt eftir af glugganum, hann lokar á miðnætti annað kvöld. ÍBV er sem stendur stigi fyrir ofan fallsæti en ekkert lið í deildinni hefur skorað færri mörk en ÍBV.

Það kemur því ekki á óvart að ÍBV sé að skoða markaðinn í leit að framherja sem gæti styrkt liðið.

„Það er ekkert fast í hendi, það er ekkert leyndarmál að við erum að leita okkur að sóknarmanni. Við misstum Omar Sowe út meiddan og höfum ekki fengið inn mann í hans stað. Við erum að skoða það og höfum verið að gera það - höfum ekki viljað taka leikmann nema eitthvað sem styrkir okkur. Staðan er þannig að það gæti komið inn liðsstyrkur fyrir gluggalok," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net.

Þið eruð ekki að skoða neitt annars staðar á vellinum?

„Nei, þannig séð ekki. Við erum með lítinn hóp, lánuðum Viggó (Valgeirsson) til Njarðvíkur og viljum ekki taka hann til baka, fyndist það ósanngjarnt gagnvart honum. 2. flokks strákarnir eru í KFS og hópurinn er því lítill. Við fengum Eið Jack um daginn til þess að breikka hópinn. Fyrst og fremst er áherslan á sóknarmann, en það gæti komið inn annar til að breikka hópinn."

„Forgangsatriðið er sóknarmaður og hefur legið fyrir lengi, en það er ekkert í hendi. Eftir að við misstum Omar út hefur skoruðum mörkum fækkað, en það sem hefur hjálpað okkur er að við erum ekki að fá mikið af mörkum á okkur."


Hafið þið skoðað innlenda markaðinn líka?

„Við höfum skoðað allt," segir Láki.

Hann segir að Bjarki Björn Gunnarsson sé að spila í gegnum meiðsli og geti því ekki spilað margar mínútur í hverjum leik. Felix Örn Friðriksson hefur þá ekki spilað síðasta mánuðinn og ekki er von á honum fyrr en seint í næsta mánuði.

Oliver Heiðarsson er eftirsóttur af félögum erlendis og hér innanlands. Hann verður samningslaus eftir tímabilið. Láki á ekki von á öðru en að Oliver klári tímabilið með ÍBV.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner