Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 12. ágúst 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR fær mikinn hraða og mikil einstaklingsgæði
Mynd: KR
Galdur Guðmundsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir KR eftir að hann var keyptur til félagsins frá danska félaginu Horsens. Galdur er unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2006 og lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Breiðabliki áður en hann var seldur til danska stórliðsins FCK.

Óskar er í dag þjálfari KR og var hann spurður út í Galdur eftir leikinn gegn Aftureldingu í gær.

„Við erum fyrst og fremst að fá mikinn hraða og mikil einstaklingsgæði í einn á móti einum. Hann er ógnandi sóknarmaður sem mun hjálpa til við að leysa upp varnir sem liggja lágt. Svo, ef við getum sótt hratt, þá er hann mjög öflugur," sagði Óskar.

Galdur gerði sig líklegan til að innsigla sigurinn í uppbótartíma, sýndi góða takta en Jökull Andrésson í marki Aftureldingar sá við honum. Það breytti því þó ekki að KR vann leikinn, 2-1 lokatölur.
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner