Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd gefur út þriðja búning sem minnir á gamla tíma
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur opinberað þriðja búning félagsins fyrir komandi keppnistímabil.

Búningurinn er svartur með gulum röndum. Á hann að vera vísun í gamla tíma en United var eftirminnilega í svörum og gulum varabúningum frá 1993 til 1995.

Fram kemur á heimasíðu Man Utd að liðið muni í fyrsta sinn leika í þessum búningum í útileik gegn Brentford seint í september.

Liðið muni svo leika í þessum búningum á útivelli gegn Nottingham Forest, Wolves, Arsenal og Sunderland síðar á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner