Crystal Palace segir að íþróttaleg gildi séu metin merkingarlaus eftir að félagið tapaði áfrýjun sinni og fær ekki að spila í Evrópudeildinni. Palace mun í staðinn fara í Sambandsdeildina.
Palace, sem varð bikarmeistari, er ekki metið löglegt í Evrópudeildina þar sem félagið tengist eignarhaldi á Lyon sem er einnig í keppninni. Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor á hlut í Palace og er að auki meirihlutaeigandi í Lyon.
Palace, sem varð bikarmeistari, er ekki metið löglegt í Evrópudeildina þar sem félagið tengist eignarhaldi á Lyon sem er einnig í keppninni. Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor á hlut í Palace og er að auki meirihlutaeigandi í Lyon.
Palace hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn CAS staðfesti niðurstöðu UEFA. Félagið tekur sterkt til orða. Í yfirlýsingunni segir Palace ekki hafa fengið sanngjarna málsmeðferð.
„Þessi ákvörðun UEFA, og síðan CAS, sýnir að íþróttaleg gildi eru metin merkingarlaus. Það er útlit fyrir að ákveðin félög, sambönd og einstaklingar njóti gríðarlegra forréttinda og valda," segir Palace og ýjar að spillingu innan íþróttaheimsíns.
„Þessi vaxandi og óheilbrigðu áhrif hafa brotið niður vonir og drauma stuðningsmanna Crystal Palace. Það boðar ekki gott fyrir metnaðarfull lið um alla Evrópu sem keppa um að komast lengra. þegar reglum og refsiaðgerðum er beitt á ósanngjarnan hátt á afgerandi hátt."
Palace bætti við að félagið muni halda áfram að leita lögfræðiráðgjafar um næstu skref sín, nú þegar liðið býr sig undir að keppa í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir