Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Textor reynir að kaupa Sheffield Wednesday
Mynd: EPA
Mynd: EPA
John Textor er nokkuð umdeildur í fótboltaheiminum þar sem hann á nokkur félög víðsvegar um heiminn.

Hann neyddist til að selja hlut sinn í Crystal Palace í sumar vegna reglna UEFA um að tvö félög undir sama eignarhaldi megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins.

Textor var þó alltof lengi að selja hlutinn sinn sem varð til þess að Crystal Palace var dæmt niður um deild og leikur því í Sambandsdeildinni í stað Evrópudeildarinnar í haust.

Textor er ennþá meirihlutaeigandi í Lyon sem fékk að halda sæti sínu í Evrópudeildinni vegna betri árangurs í deildarkeppni.

Auk þess að eiga Lyon er Textor eigandi Botafogo í Brasilíu og RWD Molenbeek í Belgíu og nú vill hann bæta Sheffield Wednesday við.

Guardian segir að Textor sé búinn að sameina krafta sína við Keith Harris, sem er mikilsvirtur bankamaður í enska fótboltaheiminum, til að kaupa félagið.

Ástandið hjá Sheffield er afar slæmt um þessar mundir þar sem félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og má þar að auki ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en í sumarglugganum 2027 vegna brota á fjármálareglum enska boltans.

Þjálfarinn Danny Röhl er meðal þeirra sem hafa yfirgefið Sheffield í sumar eftir að félagið þurfti að tefja launagreiðslur til starfsmanna um tvo mánuði.

   11.08.2025 11:06
Palace tapaði áfrýjuninni og fer í Sambandsdeildina

Athugasemdir
banner
banner