Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 12. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Van der Sar einbeitir sér að Ajax
Edwin van der Sar
Edwin van der Sar
Mynd: Getty Images
Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax í Hollandi, segist vera með hundrað prósent einbeitingu á félagið og að hann sé ekki að hugsa um Manchester United.

Van der Sar spilaði með Manchester United í sex ár og varð fjórum sinnum Englandsmeistari, auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Hann vann þá gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2008-2009 en eftir ferilinn fór hann að vinna fyrir Ajax og er nú framkvæmdastjóri félagsins.

Van der Sar hefur verið orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Manchester United en hann er ánægður hjá Ajax.

„Nei, ég er einbeittur á starf mitt sem framkvæmdastjóri Ajax," sagði Van der Sar.

„Við áttum frábært ár í Evrópu á síðasta tímabili og unnum deildina. Við viljum koma Ajax á hærri stall í Evrópu og komast í hóp þeirra bestu. Það er markmiðið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner