Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   mán 12. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Hvað gerir Alaba næsta sumar?
David Alaba mun líklega fara frá Bayern Munchen þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Alaba hefur ekki viljað gera nýjan samning við þýsku meistarana hingað til.

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi hafa mörg stórlið áhuga á að fá Alaba í sínar raðir.

Þar á meðal er Chelsea á Englandi sem og Barcelona og Real Madrid á Spáni.

Alaba hefur raðað inn titlum með Bayern og ljóst er að barist verður um þennan öfluga leikmann ef hann fer frá Bayern.
Athugasemdir
banner