Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. október 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalska liðið flaug heim frá Íslandi - Engin smit greindust
Sandro Tonali er í ítalska U21 landsliðinu.
Sandro Tonali er í ítalska U21 landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Ítalska U21 landsliðið flaug aftur til Ítalíu á laugardag. Liðið átti að spila við Ísland í síðustu viku en þeim leik var frestað um óákveðinn tíma eftir að kórónuveirusmit komu upp í ítalska hópnum.

Áður en ítalski hópurinn ferðaðist til Íslands greindust tveir leikmenn með veiruna. Þeir voru fjarlægðir úr hópnum og fengu allir aðrir neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Við komuna til Íslands greindust hinsvegar tveir leikmenn til viðbótar sýktir og auk þess starfsmaður.

Ítalski hópurinn fékk að fljúga heim á laugardag. Þeir sem greindust með veiruna voru sendir beint heim til sín og eru núna í einangrun.

Aðrir í hópnum fóru í skimun og var enginn greindur með veiruna. Ítalía mætir Írlandi á morgun og Ísland sækir Lúxemborg heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner