Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Saliba fer líklega ekki frá Arsenal á láni
Mynd: Getty Images
William Saliba, varnarmaður Arsenal, mun líklega ekki fara á lán í ensku Championship deildina áður en félagaskiptaglugginn lokar þar í lok vikunnar.

Saliba kom til Arsenal frá Saint-Etienne í fyrra en var áfram á láni í Frakklandi á síðasta tímabili.

Saint-Etienne var við það að fá Saliba aftur á láni á gluggadeginum en pappírsmál klikkuðu á ögurstundu.

Brentford og Watford hafa sýnt áhuga á að fá Saliba á láni en samkvæmt frétt The Athletic er ólíklegt að hann fari nokkuð.

Saliba mun vera áfram hjá Arsenal að minnsta kosti fram í janúar og Mikel Arteta, stjóri liðsins, ku ætla að velja hann í 25 manna leikmannahóp sinn fyrir ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner