Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 12. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Real Madrid opnaði markareikning sinn
Kvenaboltinn
Kosovare Asllani skoraði í gær fyrsta mark í sögu kvennaliðs Real Madrid.

Spænska stórveldið stofnaði formlega kvennalið sitt þann 1. júlí síðastliðinn og spilar liðið í spænsku úrvalsdeildinni.

Real tapaði fyrsta leik sínum 4-0 gegn Barcelona, en náði í gær í sitt fyrsta stig í deildinni þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli.

Asllani kom Real yfir á 22. mínútu með fyrsta marki í sögu félagsins, en Valencia jafnaði stuttu síðar og þar við sat. Asllani er sænskur sóknarmaður sem hefur komið víða við á ferli sínum. Hún hefur meðal annars leikið fyrir Kristianstad, PSG og Man City.

Barcelona er ríkjandi deildarmeistari á Spáni.

Athugasemdir
banner
banner