þri 12. október 2021 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Þrír Íslandsmeistarar byrja
Icelandair
Viktor byrjar
Viktor byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið tekur á móti Portúgal á Víkingsvelli klukkan 15:00. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM.

Portúgal er með sex stig eftir tvo leiki og Ísland er með fjögur stig.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn í dag. Þrír leikmenn Íslandsmeistara Víkings eru í byrjunarliði Íslands. Þeir Kristall Máni, Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason.

Breytingarnar frá síðasta leik eru sex. Tveir leikmenn eru í U19 landsliðinu, þeir Kristian Nökkvi og Hákon Arnar, tveir leikmenn eru í A-landsliðinu, þeir Elías Rafn og Mikael Egill og þeir Birkir Heimisson og Stefán Árni taka sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Ágúst Eðvald, Jökull Andrésson, Finnur Tómas, Viktor Örlygur, Kristall Máni og Sævar Atli.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Byrjunarlið Íslands:
Jökull Andrésson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Ísak Óli Ólafsson
Finnur Tómas Pálmason
Atli Barkarson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Viktor Örlygur Andrason
Kolbeinn Þórðarson (f)
Kristall Máni Ingason
Bjarki Steinn Bjarkason
Sævar Atli Magnússon
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner