Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mið 12. október 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skammarlegt hvernig staðið var að þessu umspili
Icelandair
Ísland fer ekki á HM að þessu sinni.
Ísland fer ekki á HM að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gífurlega svekkjandi.
Gífurlega svekkjandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það var augljóst á leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins í gær hvað þeim þótti HM-umspilið ósanngjarnt.

Ísland var efst allra liða sem voru í umspilinu á styrkleikalista FIFA, en það skipti engu máli þegar dregið var. Það skiptir heldur ekki máli í drættinum að Ísland var með næst bestan árangur af liðunum sem enduðu í öðru sæti í undanriðlunum.

Árangur í undankeppninni eða styrkleikalisti FIFA skipti engu máli. Ísland var óheppið og fékk útileik gegn Portúgal. Þetta var bara einn úrslitaleikur og það var Portúgal sem hafði betur í leik þar sem Ísland fékk mjög umdeilt rautt spjald. Það breytti leiknum algjörlega og Ísland missti því af sæti á HM.

„Maður hefði alveg sætt sig við að vera 1-1 og að eiga heimaleikinn eftir. Það segir í sjálfu sér allt sem þarf að segja um þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn í gær.

Leikmenn liðsins eru verulega ósáttir við þetta fyrirkomulag sem var sett upp fyrir þessa undankeppni; bara einn leikur og dregið um það hvar hann yrði.

„Mín skoðun á því er að það er galið að þegar þú ert svona ofarlega að fá ekki heimaleik. Það skiptir mestu máli í þessu. Þetta er alls engin afsökun, en það skiptir gríðarlega miklu máli að vera með heimaleik. Framvegis ætti það að vera þannig að þau lið sem eru með fleiri stig fá heimaleik," sagði Agla María Albertsdóttir.

Glódís Perla Viggósdóttir segir að það sé skammarlegt hvernig staðið hafi verið að þessu umspili. Íslenska liðið fékk ekki að vita um andstæðing fyrr en fimm dögum fyrir leik.

„Mér finnst þetta eiginlega bara skammarlegt," sagði Glódís. „Þú græðir ekkert á því að hafa staðið þig vel í riðlinum. Við fáum ekki bara útileik, við fáum útileik þar sem við vitum ekki hvar við erum að fara að vera. Ef við hefðum verið á Laugardalsvelli þá hefðum við fyllt völlinn og það hefði verið gríðarlega góð stemning. Það hefði verið sanngjarnt, en svona var þetta í dag og þetta er ótrúlega svekkjandi. Það eru margar sem eru að spila upp á það að komast á HM í síðasta sinn."

„Það þarf að halda ráðstefnu um útfærslu á þessu umspili og forvitnast um hvað fólk var að taka þegar það ákvað að þetta yrði svona," sagði markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir en þetta er gríðarlega svekkjandi fyrir leikmenn og öll þau sem standa að liðinu. Næsta HM er eftir fimm ár og þar fáum við aftur möguleika til að komast á mótið í fyrsta sinn.
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Agla María: Finn mikið til með Áslaugu Mundu
Glódís: Vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari heims
Sandra: Hvað var fólk að taka þegar það ákvað þetta?
Athugasemdir
banner
banner