Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 12. október 2024 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea vann fjandslaginn gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Arsenal 1 - 2 Chelsea
0-1 Mayra Ramirez ('4)
0-2 Sandy Baltimore ('16)
1-2 Caitlin Foord ('43)

Arsenal tók á móti Chelsea í stórleik dagsins í ofurdeild kvenna á Englandi og komust Englandsmeistararnir í tveggja marka forystu á fyrstu 16 mínútum leiksins.

Mayra Ramírez og Sandy Baltimore komu Chelsea yfir áður en Caitlin Foord tókst að minnka muninn fyrir leikhlé.

Arsenal var sterkari aðilinn og fékk góð færi til að jafna leikinn en tókst ekki. Gestirnir í liði Chelsea vörðust vel og skópu að lokum dýrmætan sigur á útivelli.

Leikið var á Emirates leikvanginum og mættu tæplega 46 þúsund manns á völlinn.

Chelsea er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar á meðan Arsenal hefur farið illa af stað. Þær rauðklæddu eru búnar með fjóra leiki en eru þrátt fyrir það aðeins komnar með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner