Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Jackson og Salah báðir á skotskónum
Mohamed Salah skoraði fyrir Egyptaland
Mohamed Salah skoraði fyrir Egyptaland
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildar leikmennirnir Nicolas Jackson og Mohamed Salah voru báðir á skotskónum í undankeppni Afríkumótsins í gær.

Jackson, sem hefur verið öflugur með Chelsea undanfarið, skoraði fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri Senegal á Malaví. Sadio Mané, Boulaye Dia og Pape Gueye komust einnig á blað.

Senegal er með 7 stig í öðru sæti L-riðils.

Salah gerði þá annað mark Egypta í 2-0 sigrinum á Mauritania og er nú aðeins ellefu mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins, sem er í eigu Hossam Hassan.

Liverpool-maðurinn hefur þá spilað 101 A-landsleik en það er enn eitthvað í það að hann komist á topp tíu listann. Leikjahæsti leikmaður Egyptalands er Ahmed Hassan, sem lék 184 landsleiki á ferli sínum.

Egyptar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner