Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 11:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Láki furðar sig á nálgun Vals - „Getur alveg unnið fótboltaleiki þó þú missir Patrick“
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur kannski farið of mikil orka hjá þeim í að tala um að þeir hafi misst Patrick út. Þeirra nálgun að vera alltaf að tala um það hefur komið mér á óvart," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.

Valur gaf rækilega eftir í toppbaráttunni eftir að Patrick Pedersen meiddist í bikarúslitaleiknum. Láki furðar sig á því að Valsmenn séu í sífellu að minnast á að danski markahrókurinn sé ekki tiltækur.

„Það vita allir að þarna eru mörg mörk sem vantar en þeir eru með mjög góða sóknarmenn. Stundum þegar þú missir sterka leikmenn út þá eru bara aðrir sem stíga upp," segir Þorlákur.

Fyrr á tímabilinu missti Þorlákur tvo sína öflugustu sóknarmenn; Oliver Heiðarsson og Omar Sowe, á meiðslalistann.

„Mér fannst mjög erfitt þegar við misstum okkar menn út þá var verið að tala um þessa leikmenn í hverju einasta viðtali. Ég þoldi það ekki. Þá virkaði eins og maður hafði ekki trú á hinum leikmönnunum. Ég reyndi bara að eyða því. Ég er svolítið hissa á nálguninni hjá Val, segir Láki.

„Það er líka endalaust talað um að það vanti Frederik Schram. Stefán er flottur markvörður og við vitum að Ögmundur er frábær en hefur verið að glíma við meiðsli. Svo eru þeir með frábæra sóknarmenn eins og Jónatan og Tryggva. Svo er Adam mjög góður þó hann hafi ekki komist í gang."

„Ég held að þessi umræða hafi farið í liðið, þú getur alveg unnið fótboltaleiki þó þú missir Patrick ef þú ert með góðan leikmannahóp. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þá en mér fannst þeir klukka sig út með því að vera alltaf að tala um það."
Athugasemdir