Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. nóvember 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Eigendur úrvalsdeildarfélaga vilja breyta VAR
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin byrjaði að nota myndbandstækni á upphafi leiktíðar og hefur tilraunin verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum innan knattspyrnuheimsins.

Flestir eru sammála um að tæknin sé góð en notkun úrvalsdeildardómara á henni kolröng.

Samkvæmt frétt The Times eru eigendur úrvalsdeildarfélaga orðnir þreyttir á furðulegum dómaraákvörðunum og lítilli samhæfingu á milli dómarateyma.

Í fréttinni kemur fram að eigendurnir munu funda með stjórn úrvalsdeildarinnar í landsleikjahlénu og þar munu þeir krefjast breytinga á myndbandsdómgæslukerfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner