Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 12. nóvember 2024 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm leikmenn Man City drógu sig úr landsliðshópum
Jeremy Doku.
Jeremy Doku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fimm leikmenn Manchester City sem valdir voru í landsliðin sín í síðustu viku hafa dregið sig úr hópunum fyrir komandi landsleiki.

Það eru Englendingarnir Phil Foden og Jack Grealish, Portúgalinn Matheus Nunes, Svisslendingurinn Manuel Akanji og Belginn Jeremy Doku.

Fyrir voru sex leikmenn City fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það eru þeir Rodri, Oscar Bobb, Kevin De Bruyne, Nathan Ake, John Stones og Rúben Dias.

Foden og Nunes spiluðu allan leikinn gegn Brighton um helgina og De Bruyne kom inn á sem varamaður en þeir Akajni og Ake voru ónotaðir varamenn.

Næsti leikur Manchester City verður gegn Tottenham þann 23. nóvember. City hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner