Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 14:05
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Bænaherbergi fyrir fjölmiðlamenn í Bakú
Bænaherbergið á leikvangnum.
Bænaherbergið á leikvangnum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þrátt fyrir að Aserbaísjan sé menningarlega gjörólíkt Íslandi þá hafa fyrstu kynni þeirra íslensku fjölmiðlamanna sem hér eru í Bakú verið virkilega góð.

Sama heyrist frá starfsliði og leikmönnum Íslands en Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hóf fréttamannafund í dag á að tala vel um Bakú og minntist sérstaklega á fegurð borgarinnar.

Óhætt er að segja að borgin sé mjög fjölbreytt, byggingarnar ólíkar og hér megi finna blöndu úr ýmsum áttum.

Um 90% íbúa Aserbaídjan eru sjíamúslimar en þó eru engin opinber trúarbrögð skilgreind í stjórnarskrá landsins.

Við hlið fréttamannaaðstöðunnar á Neftci leikvangnum, þar sem Ísland og Aserbaísjan mætast á morgun er sérstakt bænaherbergi sem fjölmiðlamenn geta notað.

Einhverjir heimamenn munu leggjast á bæn um sigur Asera á morgun en leikurinn er þó mun mikilvægari fyrir Ísland, til að halda HM draumum okkar liðs á lífi.
Athugasemdir
banner
banner