Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 12. nóvember 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jon Dahl Tomasson líklegastur til að taka við Norwich
Mynd: EPA
Jon Dahl Tomasson og Gary O'Neil eru taldir líklegustu aðilarnir til að taka við stjórastöðunni hjá Norwich. Daninn Jon Dahl á ættir sínar að rekja til Íslands, því langafi hans, Tómas Halldórsson, var Íslendingur.

Liam Manning var látinn fara á dögunum og Norwich er búið að ræða við Danann sem var rekinn í síðasta mánuði sem þjálfar sænska landsliðsins. Áður var Jon Dahl stjóri Blackburn í sömu deild, ensku B-deildinni og gerði fínustu hluti með liðið.

Jon Dahl er talinn líklegastur til að taka við liðinu en svo kemur Gary O'Neil sem er enn án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Wolves fyrir um ári síðan. Hann hafnaði á dögunum tækifærinu á að snúa aftur til Úlfanna.

Næstir á lista eru svo Will Still sem var rekinn frá Southampton á dögunum og Pólverjinn Marek Papszun sem er þjálfari Rakow í heimalandinu.

Norwich er í 23. sæti Championship-deildarinnar og mætir Birmingham á útivelli í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 18 13 4 1 50 18 +32 43
2 Middlesbrough 18 9 6 3 24 19 +5 33
3 Millwall 18 9 4 5 22 25 -3 31
4 Stoke City 18 9 3 6 26 14 +12 30
5 Preston NE 18 8 6 4 25 19 +6 30
6 Bristol City 18 8 5 5 26 20 +6 29
7 Ipswich Town 18 7 7 4 30 19 +11 28
8 Birmingham 18 8 4 6 27 20 +7 28
9 Hull City 18 8 4 6 30 30 0 28
10 Wrexham 18 6 8 4 23 20 +3 26
11 Derby County 18 7 5 6 25 25 0 26
12 West Brom 18 7 4 7 20 22 -2 25
13 QPR 18 7 4 7 22 28 -6 25
14 Southampton 18 6 6 6 28 25 +3 24
15 Watford 18 6 6 6 24 23 +1 24
16 Leicester 18 6 6 6 22 23 -1 24
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
19 Sheffield Utd 18 6 1 11 20 28 -8 19
20 Oxford United 18 4 6 8 20 25 -5 18
21 Swansea 18 4 5 9 18 27 -9 17
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 18 3 4 11 19 29 -10 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir
banner