Manchester United vill fá þýska miðjumanninn Kennet Eichhorn, Myles Lewis-Skelly er á radarnum hjá fjórum úrvalsdeildarfélögum og Arsenal hefur ekki hafið viðræður við Mikel Arteta um nýjan samning. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins. Það er BBC sem tekur saman það helsta og samantektin er í boði Powerade.
Manhcester United er komið í hóp með félögum eins og Real Madrid, Barcelona, PSG og Bayern Munchen sem berjast um að fá Kennet Eichhorn (16) miðjumann Hertha Berlin. Það er hægt að fá hann á bilinu 10-12 milljónir evra. (Florian Plettenberg)
Everton, Fulham, West Ham og Nottingham Forest fylgjast með stöðu mála hjá Myles Lewis-Skelly (19) sem hefur lítið fengið að spila með Arsenal á tímabilinu og vill spila meira til að eiga möguleika á að vera í HM hópnum næsta sumar. (Caught Offside)
Arsenal hefur ekki hafið viðræður við stjórann Mikel Arteta um nýjan samning en hann á rúmlega eitt og hálft ár eftir af sínum samningi. (ESPN)
Ruben Amorim er opinn fyrir því að halda Casemiro (33) áfram hjá félaginu lengur en út tímabilið en þá rennur samningur hans út. Til þess að það gerist þarf Casemiro að samþykkja launalækkun. (Talksport)
Dortmund vonast til að halda Nico Schlotterbeck (25) þrátt fyrir áhuga Bayern og Liverpool á varnarmanninum. Hann er ósáttur við leikstíl liðsins. (Bild)
Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Ivan Toney (29) sem gæti snúið aftur til Englands frá Sádi-Arabíu en hann er á mjög háum launum sem gæti sett strik í reikninginn. (Sky Sports)
Tottenham er eitt af þeim félögum sem gæti reynt við Toney í janúar. (Teamtalk)
Conor Gallagher (25), Adam Wharton (21) og Elliot Anderson (23) eru á meðal þeirra miðjumanna sem Man Utd er að skoða. (Fichajes)
Fulham ætlar að bjóða Marco Silva nýjan samning þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (The I)
Everton vill nýjan framherja í janúar og Joshua Zirkzee (24) hjá Man Utd kemur til greina. (Sky Sports)
Niclas Fullkrug (32) hefur fengið leyfi til að fara frá West Ham í janúar. (GiveMeSport)
Chelsea er að skoða að gefa Moises Caicedo (24) nýjan samning til að verðlauna hann fyrir frábæra frammistöðu á þessu tímabili. (Sky Sports)
Erik ten Hag hafnaði tækifærinu á að taka aftur við Ajax. (NOS)
Athugasemdir





