Kylian Mbappe, fyrirliði franska landsliðsins, segir að landi sinn, Dayot Upamecano, sé með bestu varnarmönnum heims í augnablikinu.
Síðustu ár hafa verið svolítið upp og niður hjá Upamecano sem var á tíma mjög gagnrýndur fyrir spilamennsku sína með Bayern og franska landsliðinu.
Á þessu tímabili hefur hann spilaði glimrandi vel með Bayern sem hefur ekki enn tapað leik og þá er hann lykilmaður í vörn Frakka sem ætla sér stóra hluti á HM á næsta ári.
Upamecano er gríðarlega eftirsóttur leikmaður og það sem heillar önnur félög enn meira er það að hann verður samningslaus eftir tímabilið.
Liverpool, Real Madrid og fleiri stórir klúbbar eru í sambandi við umboðsmenn Upamecano. Mbappe, liðsfélagi hans í landsliðinu, segir að það verði öruggt að stærstu klúbbarnir munu eltast við hann á næstu mánuðum enda sé hann með bestu varnarmönnum heims.
„Upamecano spilar fyrir stórt félag og það eru ekki til mörg félög sem eru stærri, en þau eru samt nokkur.“
„Eina sem ég get sag er að þegar þú ert að ræða leikmann eins og hann þá munu öll félög fara á eftir honum. Hann er í umræðunni sem einn af bestu leikmönnum heims á þessu tímabili,“ sagði Mbappe.
Athugasemdir



