Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 12. nóvember 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ödegaard missir líklega af nágrannaslagnum
Mynd: EPA
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, tjáði sig um Martin Ödegaard á fréttamannafundi í vikunni. Hann sagði að fyrirliði Arsenal væri enn talsvert frá því að geta spilað.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu vonast eftir því að fyrirliðinn gæti tekið þátt í leiknum gegn Tottenham um aðra helgi en miðað við orð landsliðsþjálfarans er lengra í Ödegaard.

Ödegaard er með norska landsliðinu sem á leiki fyrir höndum gegn Eistlandi og Ítalíu. Noregur þarf einn sigur til að tryggja sér sæti á HM. Ödegaard verður í stuðningshlutverki í hópnum, vitað var að hann myndi ekki spila með liðinu. Hann fær meðhöndlun hjá læknateymi norska landsliðsins.

„Bati Ödegaard er stöðugur. Þetta er á leið í rétt átt en það er ennþá eitthvað í að hann snúi aftur," sagði Solbakken.

Gabriel Martinelli og Viktor Gyökeres gætu náð leiknum og svo styttist líka í þá Noni Madueke, Kai Havertz og Gabriel Jesus.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner
banner