Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 12. desember 2019 17:10
Elvar Geir Magnússon
Neymar loðinn í svörum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar var loðinn í svörum þegar hann var spurður að því hvort hann yrði áfram hjá Paris Saint-Germain.

Sífelldur fréttaflutningur er um að Neymar vilji snúa aftur til Barcelona.

Börsungar gerði tilraun til að fá hann síðasta sumar.

„Er ég ánægður í París? Ég er ánægður þegar ég er að spila fótbolta," sagði Neymar.

„Ég er ánægðastur þegar ég er á fótboltavellinum, sama hvar ég er staddur. Þar sem eru tvö mörk, bolti og liðsfélagar þá er ég glaður."
Athugasemdir
banner