Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
banner
   fim 12. desember 2024 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Amorim tjáir sig um brottrekstur Ashworth - Breytir engu þó ein manneskja fari
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Dan Ashworth.
Dan Ashworth.
Mynd: Getty Images
Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United er í Plzen í Tékklandi þar sem hann stýrir liðinu í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hélt fréttamannafund fyrir leikinn í gær þar sem hann tjáði sig um brottrekstur Dan Ashworth úr starfi yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.

Ashworth var rekinn frá félaginu á sunnudaginn en Jim Ratcliffe eigandi félagsins hafði talið lykil að framtíð félagsins þegar hann réði hann í júlí og borgaði Newcastle 3 milljónir punda fyrir hann.

Jason Wilcox sem hefur verið í starfi tæknilegs ráðgjafa færist ofar í starfi og tekur við starfinu fyrir félagaskiptagluggann í janúar. Amorim var spurður út í tíðindin á fundinum í gær.

„Ég vil byrja á að segja að frá fyrsta degi tel ég mig hafa fengið frábæran stuðning frá eigandanum, Omar Berrada eiganda, Jason og Dan líka," sagði Amorim.

„Svona er fótboltinn og þetta gerist stundum. Þetta gerst hjá leikmönnum og þjálfurum líka. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram á okkar braut. Sú braut er alveg skýr hjá öllum en svona gerist bara í fótbolta," hélt hann áfram.

„Frá fyrsta degi hef ég fengið mikinn stuðning allra, það að ein manneskja fari breytir engu. Það mikilvægasta er að sýn okar sé skýr og það breytir engu þó ein manneskja fari."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner