Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír leikmenn í KR (Staðfest)
KR er að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar.
KR er að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar.
Mynd: Mummi Lú
Kvennalið KR hefur á síðustu dögum bætt við sig þremur leikmönnum en liðið leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa komist upp úr 2. deild kvenna.

Anna María Bergþórsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við KR. Anna María kom að láni frá Fjölni undir lok síðasta tímabils. Hún spilaði níu leiki fyrir KR og skoraði þrjú mörk.

Eva María Smáradóttir skrifar einnig undir tveggja ára samning við KR og kom einnig á láni frá Fjölni undir lok síðustu leiktíðar. Eva er varnarmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum en hún spilaði átta leiki fyrir KR á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Þá kemur Þórey Björk Eyþórsdóttir til KR frá Fram. Þórey, sem er uppalin í FH, hefur spilað 129 KSÍ leiki og skorað 19 mörk.

Þórey Björk er fædd árið 2001 en hinar tvær eru báðar fæddar árið 2003.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner