Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 13. janúar 2018 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Guðmunds: Þarf að vinna fyrir því að komast á HM
Icelandair
Albert gerir sér vonir um að fara á HM.
Albert gerir sér vonir um að fara á HM.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Albert Guðmundsson (20) var maður leiksins þegar Ísland vann 6-0 sigur á Indónesíu á fimmtudag. Hann átti þátt í fjórum mörkum Íslands!

„Það var mjög skemmtilegt að fá að spila sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik," hafði Albert að segja um leikinn gegn Indónesíu á fimmtudag.

„Það er frekar leiðinlegt og fúlt að leikurinn skemmdist svona í seinni hálfleik en það er kannski líka skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt," sagði hann jafnframt.

Albert fékk leyfi frá félagsliði sínu, PSV í Hollandi til að koma í þessa leiki gegn Indónesíu en íslensku strákarnir spila aftur gegn Indónesíu á morgun um hádegisbilið.

„Philipp Cocu, þjálfarinn minn, kom til mín og sagði við mig að ég ætti að nota sénsinn og reyna að komast á HM. Hann sagði að það myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mína hjá klúbbnum þannig að ég verð bara að treysta því."

„Ég þrái að fara á HM eins og allir aðrir fótboltamenn. Ég treysti á hæfileika mína, vonandi ná þeir að skína og vonandi koma þeir mér á HM. Það er bara einn hlutur sem ég þarf að gera fyrst og það er að vinna til þess."

Gerir ráð fyrir betra liði
Lið Indónesíu verður breytt á morgun og Albert gerir ráð fyrir sterkara liði en á fimmtudaginn.

„Ég vissi ekki mikið áður en ég kom hingað um Indónesíu. Hér búa margar milljónir og það hljóta að leynast einhverjir góðir fótboltamenn hérna," segir Albert.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta verði fínt lið, betra en seinasta lið með fullri virðingu."

„Almennt það sem við erum búnir að renna yfir erum við búnir að tala um að þeir séu litlir, teknískir og snöggir leikmenn."

Viðtalið við Albert má sjá í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner