Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   lau 13. janúar 2018 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Guðmunds: Þarf að vinna fyrir því að komast á HM
Icelandair
Albert gerir sér vonir um að fara á HM.
Albert gerir sér vonir um að fara á HM.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Albert Guðmundsson (20) var maður leiksins þegar Ísland vann 6-0 sigur á Indónesíu á fimmtudag. Hann átti þátt í fjórum mörkum Íslands!

„Það var mjög skemmtilegt að fá að spila sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik," hafði Albert að segja um leikinn gegn Indónesíu á fimmtudag.

„Það er frekar leiðinlegt og fúlt að leikurinn skemmdist svona í seinni hálfleik en það er kannski líka skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt," sagði hann jafnframt.

Albert fékk leyfi frá félagsliði sínu, PSV í Hollandi til að koma í þessa leiki gegn Indónesíu en íslensku strákarnir spila aftur gegn Indónesíu á morgun um hádegisbilið.

„Philipp Cocu, þjálfarinn minn, kom til mín og sagði við mig að ég ætti að nota sénsinn og reyna að komast á HM. Hann sagði að það myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mína hjá klúbbnum þannig að ég verð bara að treysta því."

„Ég þrái að fara á HM eins og allir aðrir fótboltamenn. Ég treysti á hæfileika mína, vonandi ná þeir að skína og vonandi koma þeir mér á HM. Það er bara einn hlutur sem ég þarf að gera fyrst og það er að vinna til þess."

Gerir ráð fyrir betra liði
Lið Indónesíu verður breytt á morgun og Albert gerir ráð fyrir sterkara liði en á fimmtudaginn.

„Ég vissi ekki mikið áður en ég kom hingað um Indónesíu. Hér búa margar milljónir og það hljóta að leynast einhverjir góðir fótboltamenn hérna," segir Albert.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta verði fínt lið, betra en seinasta lið með fullri virðingu."

„Almennt það sem við erum búnir að renna yfir erum við búnir að tala um að þeir séu litlir, teknískir og snöggir leikmenn."

Viðtalið við Albert má sjá í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner