fim 13. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragna Guðrún framlengir - „Með þeim betri sem ég hef séð"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Guðrún Guðmunsdóttir hefur gert nýjan samning við Aftureldingu sem gildir til ársins 2023.

„Ragna var allt í öllu í sóknarleik okkar síðastliðið sumar þegar liðið tryggði sér þátttökurétt í efstu deild," segir í tilkynningu frá félaginu.

Ragna Guðrún er fædd árið 2002 og er uppalin í Val en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með FH þegar hún kom við sögu í sjö leikjum í næst efstu deild.

Hún færði sig yfir til Aftureldingu seinni part sumars 2019 og hefur spilað fyrir félagið síðan þá. Hún er núna lykilmaður og spilaði alla leiki liðsins í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hún skoraði í þeim sjö mörk og var mjög mikilvæg í leik liðsins.

„Ragna er með þeim betri sem ég hef séð í fótbolta, að fá að vinna með henni og horfa á hennar hæfileika á æfingum eða leikjum í hverri viku eru forréttindi," sagði Ruth Þórðar, aðstoðarþjálfari Aftureldingar.

Það verður athyglisvert að fylgjast með Rögnu í efstu deild næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner