Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 12:02
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markaregnið í El Clasico - Starf Ancelotti ekki í hættu þrátt fyrir skellinn
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, fær mikla gagnrýni eftir 5-2 tap liðsins gegn Barcelona í úrslitaleiknum um Ofurbikarinn í gær. Neðst í þessari frétt má sjá mörkin úr leiknum.

Þrátt fyrir skellinn þá segja spænskir fjölmiðlar að Ancelotti njóti stuðnings félagsins, allavega út þetta tímabil. Ekki séu neinar hugmyndir um að láta hann fara á miðju tímabili.

Xabi Alonso hefur verið orðaður við starfið en ákvörðun um möguleg stjóraskipti verður ekki tekin fyrr en í lok tímabils. Vangaveltur eru um að Alonso gæti tekið við 2026, Ancelotti yrði þá áfram út næsta tímabil.

Spilamennska Real Madrid þarf þó auðvitað að verða betri, það er lykilatriði ef Ancelotti ætlar að halda starfinu.


Real Madrid 2 - 5 Barcelona
1-0 Kylian Mbappe ('5 )
1-1 Lamine Yamal ('22 )
1-2 Robert Lewandowski ('36 , víti)
1-3 Raphinha ('39 )
1-4 Alejandro Balde ('45 )
1-5 Raphinha ('48 )
2-5 Rodrygo ('60 )
Rautt spjald: Wojciech Szczesny, Barcelona ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner