Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 13. febrúar 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Njósnarar Liverpool fylgdust með Alonso og tveimur leikmönnum hans
Florian Wirtz hefur mikla hæfileika.
Florian Wirtz hefur mikla hæfileika.
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: Getty Images
Það er augljóst að Xabi Alonso er efstur á óskalista Liverpool þegar kemur að því að ráða stjóra í stað Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir tímabilið.

Mirror segir að njósnarar Liverpool hafi verið mættir til Þýskalands og fylgst grannt með þegar Alonso stýrði Bayer Leverkusen til sannfærandi sigurs gegn stórliði Bayern München í sínum stærsta leik á stjóraferlinum til þessa.

Leverkusen er með fimm stiga forystu í þýsku deildinni en liðið var betra á öllum sviðum leiksins gegn Bayern.

Njósnarar Liverpool fylgdust grannt með framgöngu Alonso í þessum stórleik en voru einnig að fylgjast með tveimur leikmönnum liðsins; ekvadorska miðverðinum Piero Hincapie og þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz.

Örvfætti varnarmaðurinn Hincapie var fyrst orðaður við Liverpool síðasta sumar en Liverpool er byrjað að búa sig undir að fylla skarð Virgil van Dijk sem á átján mánuði eftir af samningi sínum.

Wirtz er með mikinn sköpunarmátt, hann hefur skorað átta mörk og átt fimmtán stoðsendingar í 29 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann átti frábæran leik gegn Bayern en Alonso hefur líkt honum við Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner