Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 13. mars 2023 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög góður fótboltamaður en hausinn á honum hefur ekki verið skrúfaður á með landsliðinu"
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, meðlimur Þungavigtarinnar og þjálfari KFA.
Mikael Nikulásson, meðlimur Þungavigtarinnar og þjálfari KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, er eitt af stóru spurningarmerkjunum fyrir komandi landsliðshóp. Verður hann í hópnum hjá Arnari Þór Viðarssyni sem tilkynntur verður á miðvikudag? Framundan eru leikir gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Albert hefur ekki verið í síðustu tveimur hópum þar sem hægt hefur verið að velja hann. Þjálfarinn hefur ekki verið sáttur við hugarfar Alberts. „Mér þætti það eðlilegt. Þannig ganga yfirleitt þessir hlutir fyrir sig. Það er samt ekkert skrifað í stein. Hurðin er alltaf opin hjá mér að taka samtalið við Albert. Ef það kemur ekki frá honum þá kemur einhvern tímann að því að ég taki upp símann. Það er ekkert skrifað í stein hvernig svona málum er háttað," sagði landsliðsþjálfarinn í janúar þegar hann var spurður hvort hann vonaðist til þess að Albert kæmi til hans að fyrra bragði.

Rætt var um Albert í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin á föstudag.

„Þarf Arnar ekki að taka upp símtólið, hreinsa þetta, þetta eru tveir fullorðnir menn, setja einhverjar persónulegar deilur til hliðar og hugsa um landsliðið í heild. Við þurfum Albert í þennan hóp," sagði Rikki G í þættinum.

„Segjum sem svo að við töpum fyrir Bosníu 2-0, þá er þetta fyrsta sem verður hjólað í ef Albert verður ekki valinn í hópinn. Við þurfum á honum að halda í þessari undankeppni, ef þið eigið einhverja betri leikmenn fram á við en hann, finniði þá og sýniði mér þá. Ef ekki, drullið honum í hópinn takk," sagði Kristján Óli Sigurðsson.

„Auðvitað er Albert að spila mjög vel núna og auðvitað á hann að vera þarna ef horft í hvernig menn eru að spila. En ég held að Arnar sé mjög slakur yfir því ef leikurinn tapast og einhver hraunar yfir hann að Albert hafi ekki verið. Því að hingað til hefur Albert ekkert gert með landsliðinu, ekki skilað neinu til íslenska landsliðsins, það hef ég sagt oft áður. Hann er mjög góður fótboltamaður en hausinn á honum hefur ekki verið skrúfaður á með landsliðinu. Ég hélt að maður myndi sjá miklu meira frá honum," sagði Mikael Nikulásson.

„Ef hausinn er í lagi þá á hann náttúrulega að vera þarna, hann er að spila mjög vel og þyrfti að halda því áfram."

„Svo er annar punktur ef Albert verður valinn. Arnór Sig, Jóhann Berg, Hákon og Jón Dagur eru allir að spila vel akkúrat núna. Ég myndi halda að ef Albert verður valinn þá yrði hann ekki í byrjunarliðinu gegn Bosníu. Hvernig færi það í Albert að vera valinn en vera svo ekki í liðinu?"
bætti Mikael við.

Sjá einnig:
„Spái því að þeir slíðri sverðin og geri þetta fyrir Ísland“
Telur útilokað að Albert verði í hópnum - Erfitt að losa um hnútinn
Svona gæti hópurinn litið út: Búið að taka samtalið?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner