Mark Jones, blaðamaður Daily Mirror, veltir því fyrir sér í blaði dagsins hvernig byrjunarlið Liverpool gæti litið út ef Virgil van Dijk, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold yfirgefa allir félagið.
Samningar þremenninganna eru að renna út og mögulega munu þeir allir færa sig um set. Taldar eru meiri líkur á að Van Dijk og Salah skrifi undir nýja samninga, á meðan líklegt er að Trent fari til Real Madrid.
Samningar þremenninganna eru að renna út og mögulega munu þeir allir færa sig um set. Taldar eru meiri líkur á að Van Dijk og Salah skrifi undir nýja samninga, á meðan líklegt er að Trent fari til Real Madrid.
Markvarsla og vörn
Þó Giorgi Mamardashvili sé að koma þá verður Alisson væntanlega áfram markvörður númer eitt, allavega til að byrja með.
Conor Bradley gæti stigið upp og gert hægri bakvörðinn að sinni stöðu og Ibrahima Konate tæki á sig meiri ábyrgð. Mögulega verða tveir varnarmenn keyptir frá Bournemouth; Dean Huijsen og vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez.
Jarell Quansah og Andy Robertson myndu fá sinn skerf af spiltíma og mögulega Joe Gomez, ef hann myndi ekki færa sig um set.
Miðjan
Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai hafa allir leikið frábærlega á tímabilinu og engin ástæða til breytinga hér.
Sóknin
Hvernig fyllir þú skarð Salah? Í sannleika sagt er ekki hægt að gera það. Luis Díaz hefur ekki spilað mikið hægra megin hjá Liverpool, aðallega því Salah er alltaf þar. En það gæti verið möguleiki að Slot fari í aðra átt. Cody Gakpo gæti stigið upp þegar hann þarf að taka á sig aukna ábyrgð í markaskorun.
Svo gætu það verið stóru kaupin sem kæmu með allt aðra vídd í sóknarleik Liverpool. Ef veskið er opnað og Alexander Isak keyptur frá Newcastle yrði 'nían' að helsta markaskorara liðsins.
Tími Darwin Nunez á Anfield virðist vera að enda og Diogo Jota er sífellt á meiðslalistanum. Það virðist því þörf á því hjá Liverpool að kaupa mann í fremstu stöðu, sama hvað verður um Salah. Stærstu kaupin sem Liverpool gæti gert er að fá hinn sænska Isak.
Hér að neðan má sjá hvernig byrjunarlið Liverpool gæti þá litið út:
Athugasemdir