Markvörðurinn Jökull Andrésson hefur reynst mikilvægur fyrir Exeter City í ensku D-deildinni á þessu tímabili.
Jökull, sem er aðeins 19 ára, er á láni hjá Exeter frá Reading. Með því að smella hérna er hægt að lesa ítarlegt viðtal við Jökul um lífið í Englandi og margt fleira.
Jökull, sem er aðeins 19 ára, er á láni hjá Exeter frá Reading. Með því að smella hérna er hægt að lesa ítarlegt viðtal við Jökul um lífið í Englandi og margt fleira.
Jökull er staðráðinn í að hjálpa Exeter í baráttunni um að komast upp um deild en liðið er í harðri baráttu um að komast í umspil. Exeter vann 1-4 útisigur á Cambridge um síðustu helgi og stóð Jökull vaktina að venju, þrátt fyrir veikindi.
Markvörðurinn efnilegi var með ælupest en lét það ekki stoppa sig. Hann spilaði leikinn og stóð sig vel.
„Já, ég fékk ælupest," segir Jökull en það kom ekki til greina að sleppa þessum leik.
„Þetta var rosalega erfitt sko, en ég hugsaði bara um að ég þyrfti að spila því þetta var svo mikilvægur leikur. Ég gubbaði í upphituninni og eitthvað. Þetta var svakaleg reynsla, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður."
Jökull kom sér í gegnum leikinn og Exeter fagnaði góðum sigri. Liðið er einu stigi frá umspilssæti þegar það á sjö leiki eftir. Það eru mikilvægar vikur framundan hjá Jökli og félögum. Næsti leikur Exeter er við Barrow í kvöld.
What a wonderful feeling that was, boys different levels today👊🏼 https://t.co/B0akINNYS3
— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) April 10, 2021
Athugasemdir