Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 13. apríl 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Hvað gera Evrópumeistararnir gegn PSG?
Paris Saint-Germain og Bayern München, liðin sem mættust í úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári, eigast við í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitunum í kvöld.

PSG vann fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi en Bayern fer nú til Frakklands og spilar á Parc de Princes. Liðið er án Robert Lewandowski og virðist verkefnið ómögulegt.

Franska liðið er í góðri stöðu til að komast í undanúrslitin og henda Evrópumeisturunum úr leik. Á sama tíma mætir Chelsea liði Porto en enska liðið vann fyrri leikinn 2-0.

Leikir dagsins:
19:00 Chelsea - Porto
19:00 PSG - Bayern
Athugasemdir
banner
banner