Miðjumaðurinn Birna Kristín Eiríksdóttir er gengin í raðir Fram frá Fylki en hún kemur að láni út tímabilið.
Birna er 23 ára gömul sem er uppalin í Fylki en hún á alls 60 leiki og 7 mörk í meistaraflokki, mest með Fylki, en hún lék einnig eitt tímabil með Haukum.
Fylkir hefur samþykkt að lána Birnu til Fram út tímabilið og hefur Fram staðfest tíðindin.
Fram hafnaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa unnið 2. deildina árið á undan.
Athugasemdir