mið 13. maí 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brotist inn til Alli - Kýldur og ógnað með hníf
Mynd: Getty Images
Breskir fjölmiðlar fjalla um það í kvöld að brotist hafi verið inn til Dele Alli, leikmanns Tottenham, og honum hafi verið ógnað með hníf. Tveir innbrotsþjófar voru að verki.

Samkvæmt Daily Mail lamdi annar innbrotsþjófanna Alli í andlitið en leikmaðurinn slapp með smávægilega áverka.

Innbrotið átti sér stað skömmu eftir miðnætti þriðjudags á heimili Alli í Norður-London. Alli hafði verið þar ásamt bróður sínum, Harry Hickford, þeirra mökum og vinum. Alli er sagður hafa verið með sex vinum sínum í frásögn af atvikinu.

Þjófarnir stálu skartgripum og úrum áður en þeir flúðu af vettvangi. Heimildamaður hafði eftirfarandi að segja við The Sun í dag.

„Dele var enn vakandi að leika sér í biljarðleik með sex vinum sínum. Annar innbrotsþjófanna kýldi Alli í andlitið og vinur Dele reyndi að stöðva þá en hann var einnig laminn."

„Eftir að hafa stolið tveimur dýrum úrum fór annar þjófurinn upp og stal skartgripum. Þetta var hræðileg lífsreynsla fyrir alla viðstadda."


Lögregla rannskar málið og er með upptökur sem tengjast málinu.
Athugasemdir
banner
banner