Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fim 13. maí 2021 21:47
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Hamra á því að gera hlutina sem við töluðum um
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Ég er bara sáttur, sáttur við þrjú stig, sáttur við að halda hreinu og sáttur við spilamennskuna á stórum hluta," voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðablik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

„Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, vissulega áttu Keflvíkingar sín tækifæri til að gera okkur grikk en mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta."

„Mér fannst það svolítið bera þess merki að kannski ákvarðanatakan og síðasta sendingin var pínu ábótavant í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér í raun og veru bara eitt lið á vellinum."

Staðan var 1-0 í hálfleik og Breiðablik komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og settu þrjú mörk og var Óskar spurður hvort hann hafi gert einhverjar áherslubreytingar.

„Nei það voru engar áherslubreytingar það var bara að reyna að hamra á því að gera hlutina sem töluðum um fyrir leik að Keflvíkingarnir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það voru svæðin sem við ætluðum fara í og svo er það í raun hvað við gerum við boltan þegar við komumst í þessi svæði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner