Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
banner
   fim 13. maí 2021 21:44
Baldvin Már Borgarsson
Toddi Örlygs: Hver einasti 50/50 dómur fellur ekki með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna var heldur betur ósáttur með tap sinna manna gegn Víkingum fyrr í kvöld.

Víkingar komu í heimsókn á Samsungvöllinn í Garðabæ og sigruðu 3-2. Stjörnumenn sitja því í fallsæti eins og er ásamt ÍA með 1 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Það segir sig sjálft að við erum ekki ánægðir með úrslitin, en ég er ánægður með vinnuframlag og hugarfar leikmanna, þeir lögðu allt í þetta.''

„Við gefum þeim mörk og erum að elta leikinn en skorum tvö góð mörk og erum með stjórn á leiknum en svo má segja að hver einasti 50/50 dómur falli ekki með okkur þessa dagana.''

Toddi var ósáttur við dómgæsluna og talaði um vítaspyrnudóminn í Keflavík, hvað fannst honum um vítið vítið sem Víkingar fengu í dag?

„Sko, bolti fer í hendi og ekki hendi og útskýringar eru hvort það hafi áhrif eða ekki áhrif og þegar við gerðum tilkall til að fá hendi í seinni hálfleik þá var útskýringin önnur á samskonar atriði, hvernig við fáum ekki botn í það er ekki hægt að útskýra á einn eða annan hátt.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan en þar ræðir Toddi betur um byrjun tímabilsins, framhaldið og vandræði Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner