Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 13. maí 2021 21:44
Baldvin Már Borgarsson
Toddi Örlygs: Hver einasti 50/50 dómur fellur ekki með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna var heldur betur ósáttur með tap sinna manna gegn Víkingum fyrr í kvöld.

Víkingar komu í heimsókn á Samsungvöllinn í Garðabæ og sigruðu 3-2. Stjörnumenn sitja því í fallsæti eins og er ásamt ÍA með 1 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Það segir sig sjálft að við erum ekki ánægðir með úrslitin, en ég er ánægður með vinnuframlag og hugarfar leikmanna, þeir lögðu allt í þetta.''

„Við gefum þeim mörk og erum að elta leikinn en skorum tvö góð mörk og erum með stjórn á leiknum en svo má segja að hver einasti 50/50 dómur falli ekki með okkur þessa dagana.''

Toddi var ósáttur við dómgæsluna og talaði um vítaspyrnudóminn í Keflavík, hvað fannst honum um vítið vítið sem Víkingar fengu í dag?

„Sko, bolti fer í hendi og ekki hendi og útskýringar eru hvort það hafi áhrif eða ekki áhrif og þegar við gerðum tilkall til að fá hendi í seinni hálfleik þá var útskýringin önnur á samskonar atriði, hvernig við fáum ekki botn í það er ekki hægt að útskýra á einn eða annan hátt.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan en þar ræðir Toddi betur um byrjun tímabilsins, framhaldið og vandræði Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner