Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 13. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Paul Konchesky tekinn við kvennaliði West Ham
Mynd: West Ham
West Ham tilkynnti á dögunum að Olli Harder yrði ekki áfram þjálfari kvennaliðs félagsins. Paul Konchesky tekur við af Harder en hann tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir um ári síðan.

Konhcesky er fyrrum leikmaður Charlton, Tottenham, West Ham, Fulham, Liverpool og Leicester svo einhver félög séu nefnd. Þá lék hann tvo landsleiki fyrir England á árunum 2003-05. Á ferli sínum lék hann sem vinstri bakvörður.

Síðasti leikur Harder var gegn Arsenal á sunnudag. Hann tók við West Ham í desember 2020 og náði á þessu tímabili að stýra West Ham í sjötta sæti deildarinnar. Liðið fékk 27 stig sem er hæsti stigafjöldi í sögu félagsins.

Konchesky hefur skrifað undir tveggja ára samning. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er leikmaður West Ham en samningur hennar rennur út í sumar og er óvíst hvort hún verði áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner