Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fim 13. júní 2024 21:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kyle líklega nefbrotinn - Vonandi klár í næsta leik
Kyle McLagan
Kyle McLagan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tapaði 3-0 gegn KA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Kyle McLagan varð fyrir því óláni að meiðast og sagði Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn að hann væri líklega nefbrotinn.


„Hann er undir handleiðslu sjúkraliða og lækna og væntanlega á leiðinni upp á spítala. Vonandi að hann komi með okkur í flug í kvöld og við hlúum að honum heima. Hann er grjótharður og við sjáum hvort hann verði klár í næsta leik eða ekki. Ég veit ekki hvað menn vilja gera með nefbrot," sagði Rúnar.

Þorri Stefán Þorbjörnsson leikmaður liðsins nefbrotnaði fyrr í sumar og notaði grímu. Rúnar var spurður hvort það yrði ekki lausnin fyrir Kyle.

„Þorri gerði það en hann fékk aðeins fleiri daga til að jafna sig. Hann var með fína grímu. Vonandi getum við notað Kyle í næsta leik."

Viðtalið við Rúnar í heild sinni birtist á síðuna síðar í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner