Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 13. júlí 2018 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Best í umferðum 1-9: Atvinnumennskan heillar
Selma Sól Magnúsdóttir - Breiðablik
Selma Sól fagnar sigurleik í sumar ásamt liðsfélögum sínum.
Selma Sól fagnar sigurleik í sumar ásamt liðsfélögum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægð með mína spilamennsku í sumar. Það hefur gengið vel bæði hjá liðinu hjá mér sem einstakling. Það er gott að vera með góða liðsfélaga í kringum sig sem hjálpa manni mikið," segir Selma Sól Magnúsdóttir leikmaður Breiðabliks sem hefur átt stjörnu tímabil það sem af er sumri.

Dómnefnd Fótbolta.net var samhljóða í þeirri ákvörðun að Selma Sól væri besti leikmaður fyrri hluta Pepsi deildar kvenna.

Selma Sól sem varð tvítug fyrr á þessu ári hóf meistaraflokksferil sinn snemma. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokks leik fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni, aðeins fimmtán ára gömul sumarið 2013.

Hún brotnaði á fæti í byrjun tímabils 2016 og lék aðeins sex leiki það tímabil.

Í fyrra lék hún síðan alla leiki Breiðabliks í deildinni og í ár hefur hún fengið enn meiri ábyrgð innan liðsins.

„Það er gaman að fá tækifæri og ég nýtti það þegar það kom. Ég æfði vel og mikið í vetur og undirbjó mig fyrir tímabilið eins og hvert annað tímabil, það hefur gengið vel hingað til."

Breiðablik er á toppi deildarinnar þegar deildin er hálfnuð. Selma Sól segir að það komi sér ekki á óvart.

„Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra. Hvort sem það er stigalega séð eða hvar við munum enda í töflunni. Við förum í hvern leik til þess að vinna hann eins og flest lið gera. Það hefur skilað okkur efsta sæti hingað til og við erum ánægðar með það."

„Það er góð liðsheild í liðinu og við stefnum allar á það sama og vitum hvað við viljum. Það skiptir máli að hafa góða liðsheild og ég tel það hafa skilað okkur þangað sem við erum í dag," segir Selma Sól sem vonast til að fá fleiri tækifæri með A-landsliðinu í framtíðinni.

„Landsliðssæti hefur alltaf verið draumurinn og mig langar að halda mér þar. Atvinnumennskan heillar einnig og það væri mjög gaman að komast þangað einn daginn," segir Selma Sól aðspurð út í hennar markmið.

Nú tekur hinsvegar við seinni helmingurinn í Pepsi-deildinni og Selma er spennt fyrir því. Hún klárar þó ekki tímabilið með liðinu þar sem hún stundar nám við South Carolina háskólann í Bandaríkjunum. Selma fer út í lok júlí.

„Mér líst mjög vel á seinni helminginn það eru mörg jöfn lið í deildinni og mikið af stigum í boði og það er spennandi. Auðvitað er fúlt að klára ekki tímabilið með liðinu en þetta er ákvörðun sem ég tók svo ég stend og fell með henni. Ég hef fulla trú á liðinu mínu og þær munu standa sig vel," segir besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna, Selma Sól Magnúsdóttir.

Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í næstu umferð en Breiðablik fór illa með Stjörnuna í 1. umferðinni þegar liðið vann 6-2 sigur.

„Ég er spennt fyrir næstu leikjum og ég vil klára tímabilið með Blikum með stæl."

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-9
Þjálfari umferða 1-9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner