Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 13. júlí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér finnst hann alveg geggjaður"
Manga sáttur í gær
Manga sáttur í gær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í einstaka leikmenn í viðtali eftir sigur Leiknis gegn ÍA í gær.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 ÍA

Manga Escobar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leikni í gær þegar hann kom sínum mönnum í 2-0 í seinni hálfleik. Sævar Atli skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Siggi var spurður hvort þetta hafi verið að mörgu leyti fullkomið kvöld.

„Já, að mörgu leyti var það. Þó að ég hefði viljað sjá örlítið betri spilamennsku þá var þetta virkilega ánægjulegt," sagði Siggi.

Siggi var spurður nánar út í Escobar, hversu góður er hann og hvað getur hann gert fyrir ykkur?

„Hann getur gert alveg helling, mér finnst hann alveg geggjaður. Hann var lengi í gangi, eðlilegt þar sem hann er að koma frá Suður-Ameríku. Það tók hann hellings tíma að komast í gang en hann er búinn að vera frábær núna í þrem, fjórum leikjum. Hann er að komast í gang," sagði Siggi.

„Manga Escobar er vaknaður virðist vera. Var frábær úti á væng hjá Leikni í kvöld og áttu Skagamenn ekki séns í hann þegar hann fór á ferðina. Frábært einstaklingsframtak í seinna marki leiksins í kvöld þegar hann gulltrygði sigurinn fyrir Leiknismenn," skrifaði Anton Freyr Jónsson um Manga en Anton valdi Manga næstbesta mann leiksins í gær.

Hér við fréttina má sjá myndir sem Haukur Gunnarsson tók á leiknum í gær.


Siggi Höskulds: Virkilega ánægjulegt
Athugasemdir